Róðugrund er örnefni á grundunum vestan Haugsness, í landi Syðstu-Grundar í Blönduhlíð. Þar var reistur róðukross til minningar um Brand og er talið að krossinn hafi staðið fram undir siðaskipti. Tók staðurinn nafn af krossinum. Sumarið 2009 var reistur annar róðukross á Róðugrund, til að minnast atburðanna þegar Ásbirningar hurfu af sjónarsviðinu sem ein mesta valdaætt landsins.