Sagan

Í Sturlungu greinir frá því að reist hafi verið róða, þ.e. kross, eftir Haugsnesbardaga 1246 á grundinni þar sem Brandur Kolbeinsson var drepinn og eftir það var farið að kalla bæinn Róðugrund. Nafnmyndin Syðsta-Grund eða Syðri-Grund fer þó að tíðkast meira þegar lengra líður frá siðaskiptum og tekur smám saman við.

Á Syðstu-Grund hafa þau Sæmundur Sigurbjörnsson og Þorbjörg Eyhildur Gísladóttir búið frá árinu 1969. Sæmundur er vörubilstjóri og Þorbjörg hefur rekið ferðaþjónustu frá árinu 2004. Árið 1996 byggðu þau Kolbrún María Sæmundssdóttir og Hinrik Már Jónsson, riðshæð á íbúðarhúsið og hafa búið þar síðan. Þar er Kolbrún einnig með hárgreiðslustofu.

Núverandi bæjarstæði er það fjórða sem kunnugt er um í landi Syðstu-Grundar. Jörðin hefur í gegnum tíðina legið undir ágangi Djúpadalsár sem oft fór töluvert frjálslega um og olli því að bæjarstæðin hafa færst til. Í sóknarlýsingu Miklabæjarprestakalls 1839 er jörðin sögð "lítt byggileg fyrir árinnar yfirgangi". Árið 1971 var áin fjötruð með varnargörðum og hefur verið til friðs síðan.

Fróðleikur

Hárgreiðslustofa
Á Syðstu-Grund rekur Kolbrún María, ábúandi á bænum, hárgreiðslustofu. Þar geta gestir ferðaþjónustunnar pantað sér hársnyrtingu.
Haugsnesbardagi
19. apríl 1246, var ein af stórorrustum Sturlungaaldar og mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi. Þar börðust Sturlungar (aðallega...

Upplýsingar

Syðsta-Grund - 560 Varmahlið
Sími: 453-8262
Farsími: 846-9182
Netfang: sydstagrund@gmail.com

Panta gistingu >>